Forráðamenn Ajax hafa mikinn áhuga á því að ráða Erik ten Hag til starfa nú þegar félaginu vantar stjóra.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í nóvember en hann fór frá Ajax til að taka við United.
Francesco Farioli sagði upp störfum hjá Ajax í gær eftir að ljóst varð að liðið varð ekki hollenskur meistari.
Bayer Leverkusen vill fá Ten Hag til að taka við af Xabi Alonso en nú er Ajax komið í leikinn.
Það gæti heillað Ten Hag að koma aftur heim til Ajax og búa í heimalandinu.