fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Var að syrgja eiginmann sinn er hún komst að því að hann lifði tvöföldu lífi – Hin eiginkonan heldur því fram að hann sé enn á lífi

433
Mánudaginn 19. maí 2025 09:15

Samuel, Emma Pritchard og fjölskylda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Jlloyd Samuel, fyrrum varnarmanns Bolton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, er vægast sagt mögnuð. Enn fer fólki ekki saman um hvort hann sé lífs eða liðinn.

Árið 2011 yfirgaf Samuel enska boltann og hélt til Íran til að spila með Esteghlal. Þar kom hann sér vel fyrir og giftist konu þar í landi, fatahönnuði að nafni Helia. Gallinn var hins vegar sá að kappinn átti fjölskyldu á Englandi einnig.

Samuel lést í bílslysi árið 2018, það er að minnsta kosti opinbera skýringin. Var hann aðeins 37 ára gamall og skildi hann eftir sig eiginkonu, Emma Pritchard, og þrjú börn.

Í miðju sorgarferli komst Pritchard svo að því að Samuel hafi lifað tvöföldu lífi, og að hann hafi gift sig í Íran árið 2013, auk þess sem hann var farinn að aðhyllast Íslamstrú.

Samuel og Helia.

Pritchard sagði árið 2022 að hann hafi aldrei grunað að neitt væri að í hjónabandi hennar og Samuel og að kvöldið áður en hann lést hafi þau átt góða stund saman, þar sem hann tjáði henni hversu heitt hann elskaði hana.

Til að bæta gráu ofan á svart halda nýja eiginkonan, Helia, og systir Samuel, því fram að kappinn sé enn á lífi. Hefur þetta leitt til harðra deilna milli Pritchard og fjölskyldu Samuel. Vilja þær meina að Samuel hafi ekki einu sinni lent í slysinu og að það sem átti að hafa verið illa brennt lík hans hafi alls ekki verið hann.

Helia heldur því þá statt og stöðugt fram að Samuel hafi átt að fljúga til Marokkó að hitta sig daginn sem hann lést. Þau hafi svo ætlað til Gíneu-Bissá og hefja nýtt líf saman. Segir hún að Samuel hafi ætlað að stofna fyrirtæki sem selur demanta.

Sem fyrr segir er opinbera skýringin áfram að Samuel sé látinn, en málið er hið furðulegasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United að klára skiptin á Cunha

United að klára skiptin á Cunha
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri
433Sport
Í gær

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki
433Sport
Í gær

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Í gær

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal