fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Eyjan
Mánudaginn 19. maí 2025 06:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að standa í vegi fyrir því að þjóðaratkvæði um framhaldssamninga um mögulega ESB-aðild fari fram fljótt og vel, en það verður að teljast skýlaus réttur fólksins í landinu að ráða för í þessu sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu.

Afar vont er ef það er forsætisráðherra sjálfur sem stendur í vegi fyrir framgangi vilja meirihluta þjóðarinnar, enda geng ég út frá að hún hljóti að endurskoða stefnu sína í málinu.

Frá 27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar hver afstaða manna væri til þess að samningaumleitunum við ESB um mögulega aðild væri framhaldið og hins vegar til þess hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar.

Þessi Þjóðarpúls Gallups sýnir að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá sem afstöðu tóku. 

Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027 er fyrir hann virðingarleysi, móðgun við lýðræðið, og út í hött.

Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni 14. maí sl. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag. Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður.“ 

Þarna var Kristrún að staðfesta það að ekki væri á dagskrá hjá henni/ríkisstjórninni að flýta þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður við ESB um mögulega aðild frá því sem hún og ríkisstjórnin hafði ákveðið í desember í fyrra, nefnilega að færa þessa atkvæðagreiðslu fram frá árinu 2027.

Þegar forsætisráðherra segir að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, þó að skýr vilji mikils meirihluta þjóðarinnar standi til þess, er hún í raun að segja að það sé ekki á dagskrá að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða.

Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu sem mótuð var í desember í fyrra við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir virka endurkomu Trumps og þess uppnáms sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður.

Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta!

Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrir fram skuldbindingar, en atkvæði um aðild eða aðild ekki er auðvitað allt annað og miklu stærra mál.

Auðvitað þarf að ná fram beztu mögulegum aðildarskilmálum með samningum fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar.

Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026.

Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028.

Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngu og ljúka henni á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar.

Þetta er eina hreinlega, skilmerkilega og ábyrga leiðin í þessu stórmáli.

Höfundur er samfélagsrýnir 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann