fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Ef þú geymir þetta við hlið gúrku í ísskápnum þá helst hún fersk og verður ekki mjúk

Pressan
Sunnudaginn 25. maí 2025 11:30

Gúrkur eru gómsætar. Mynd:WikiMedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gúrkur eru vinsælt grænmeti, enda mikið lostæti og ekki skemmir fyrir að það er hægt að nota þær í marga rétti. Margir elska þær fyrir að vera stökkar og ferskar á bragðið. Engu skiptir hvort þær eru notaðar í salöt, samlokur eða bara borðaðar eintómar, þetta er létt og gott grænmeti.

En gúrkur eru mjög viðkvæmar þegar kemur að geymslu þeirra og ef þær eru ekki geymdar á réttan hátt, verða þær hratt mjúkar og glata áferðinni og bragði. Það er því mikilvægt að geyma þær á réttan hátt til að varðveita ferskleika þeirra og gæði.

Express segir að sérfræðingar hjá Mill Food Recycler segi að gúrkur geti haldist ferskar í allt að viku ef þær eru geymdar saman með skeið! Já þú last rétt, bara venjulegri matarskeið.

Sérfræðingarnir mæla með því að gúrkan sé tekin úr umbúðunum og síðan þvegin og þurrkuð. Með því lengist geymsluþol hennar.

Þeir segja að óháð því hvernig fólk geymir gúrkurnar sínar, þá eigi alltaf að byrja á að þvo þær og þurrka þegar heim er komið. Bakteríur á yfirborði grænmetis og ávaxta ýtir undir rotnun og því er góður þvottur undir rennandi vatni fyrsta skrefið til að halda gúrkunum ferskum.

Sérfræðingarnir mæla með því að gúrkunum sé pakkað inn í eldhúspappír og síðan settar í plastpoka, ziplock-poka. Þetta hjálpar til við að sjúga raka úr þeim og kemur í veg fyrir að raki myndist á gúrkunum. Áður en þær eru settar í ísskápinn er gott að setja skeið í pokann.

Ástæðan er að skeiðin hjálpar til við að halda hitastiginu í pokanum stöðugu þegar ísskápurinn er opnaður hvað eftir annað yfir daginn.

Sérfræðingarnir mæla einnig með að gúrkur séu geymdar í efstu hillunni frekar en í grænmetisskúffunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að A-manneskjur séu ríkari og lifi lengur

Segir að A-manneskjur séu ríkari og lifi lengur
Pressan
Í gær

Geispar þú mikið? Það getur verið hættulegt

Geispar þú mikið? Það getur verið hættulegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurhlauparinn segist ekki hafa svindlað þegar hann setti ótrúlegt heimsmet

Ofurhlauparinn segist ekki hafa svindlað þegar hann setti ótrúlegt heimsmet
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals
Pressan
Fyrir 3 dögum

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“