Sonur Cristiano Ronaldo skoraði nýlega sitt fyrsta mark fyrir U15 landslið Portúgals en hann er afskaplega efnilegur sóknarmaður.
Ronaldo eldri er eins og margir vita einn besti fótboltamaður sögunnar en hann er enn að spila og leikur í Sádi Arabíu.
Blaðamaðurinn Fabrizio Romano birti í gær myndband af fyrsta marki Ronaldo yngri fyrir Portúgal en hann gerði tvö í leiknum.
Að sjálfsögðu ákvað strákurinn að fagna að hætti föður síns eins og má sjá hér fyrir neðan.
First two goals ever for Cristiano Ronaldo Jr with Portugal U15! ✨🇵🇹 pic.twitter.com/pB9eOElOOq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 18, 2025