Arsenal er búið að tryggja sér annað sætið í ensku úrvalsdeildinni þetta árið eftir sigur á Newcastle á heimavelli sínum Emirates í dag.
Newcastle gat komist í annað sætið með sigri á Emirates í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Þessi sigur Arsenal gerir mikið fyrir önnur félög í Meistaradeildarbaráttu en Chelsea og Aston Villa eru bæði með 66 stig líkt og Newcastle fyrir lokaumferðina.
Manchester City er með 65 stig en á leik til góða gegn Bournemouth sem fer fram á þriðjudag.
Declan Rice sá um að tryggja Arsenal sigur í leik dagsins með marki snemma í seinni hálfleiknum.