fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. maí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir lok síðasta mánaðar var undirritaður samningur milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um framlag þess fyrrnefnda til listaverks sem stendur til að koma fyrir á fjallinu Eldfelli á Heimaey til að minnast loka eldgossins 1973. Sams konar samningur var gerður á síðasta ári en framlag ríkisins í nýja samningnum er 10 milljónum króna hærra en í þeim eldri.

Höfundur verksins er myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson en verkið hefur verið umdeilt í Eyjum vegna kostnaðar og þess rasks sem það mun óneitanlega hafa í för með sér á Eldfelli. Talað hefur verið um að heildarkostnaðurinn verði um 200 milljónir króna.

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Hlutur ríkisins hefur verið eyrnamerktur gerð göngustígs upp að verkinu en stígurinn verður þó skilgreindur sem hluti af því.

Með fundargerð síðasta fundar bæjarráðs Vestmannaeyja eru birtir samningarnir tveir sem gerðir hafa verið milli ríkisins og bæjarins vegna verksins.

Eldri samningurinn var undirritaður í maí 2024 af Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og Liju Dögg Alfreðsdóttur þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra. Í samningnum kemur fram að menningar- og viðskiptaráðuneytið hafi eftirlit með framkvæmd samningsins og heildargreiðsla ráðuneytisins til bæjarins verði 50 milljónir króna án virðisaukaskatts. Í samningnum segir að greiðslu skuli greiða með eingreiðslu við undirritun samnings. Þó er settur sá fyrirvari í samningum að lækki fjárheimildir til viðkomandi málefnasviðs og málaflokks í fjárlögum sem hafi í för með sér breytta fjárveitingu til verkefnisins, skuli samningsaðilar taka upp viðræður um aðlögun verkefnisins að breyttri fjárveitingu.

Lagt niður

Framlagið í eldri samningnum, sem rann út um áramótin, virðist ekki hafa verið greitt út en aldrei hefur verið rætt um það opinberlega að ríkið tvöfaldi framlag sitt. Það sem hefur breyst hins vegar hjá ríkinu eftir að eldri samningurinn var gerður er að menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið lagt niður og ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum.

Nýrri samningurinn var undirritaður 30. apríl síðastliðinn en Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri atvinnuvegaráðuneytisins undirritaði hann af hálfu ríkisins en það ráðuneyti hefur tekið við málinu.

Samkvæmt samningnum mun ráðuneytið leggja bænum til 60 milljónir króna án virðisaukaskatts. Eins og í eldri samningnum segir að greiðslu skuli greiða með eingreiðslu við undirritun samnings og sömu fyrirvarar eru settir.

Í nýja samningnum er þess ekki getið hvers vegna upphæðin sem ríkið leggur bænum til hefur hækkað um 10 milljónir króna á einu ári og heldur er ekkert minnst á það í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Í gær

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!