Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Akraneshöllinni í kvöld.
Benedikt Waren kom Stjörnunni yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 0-1. Þannig var staðan allt þar til á 70. mínútu, en þá jafnaði Hektor Begmann Garðarson. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og farið í framlengingu.
Þar skoraði Afolf Daði Birgisson fyrir Stjörnuna á 105. mínútu það sem flestir héldu að yrði sigurmark. Allt kom fyrir ekki og Mikael Hrafn Helgason jafnaði fyrir Kára undir lok fyrri hálfleiks. Lokatölur 2-2, vítaspyrnukeppni.
Þar hafði Stjarnan betur, 4-1, en lið Kára á mikið hrós skilið fyrir leik kvöldsins.
Fyrr í kvöld komst Valur áfram eftir sigur á Lengjudeildarliði Þróttar. Patrick Pedersen og Jónatan Ingi Jónsson komu Val í 2-0 sitt hvorum megin við hálfleikinn en Aron Snær Ingason minnkaði muninn fyrir Þróttara. Lokatölur 2-1.
16-liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur Bestu deildarslögum. KA tekur á móti Fram og Breiðablik á móti Vestra. Það er svo dregið í 8-liða úrslitin á föstudag.