fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 22:53

Skjáskot: ÍA TV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Akraneshöllinni í kvöld.

Benedikt Waren kom Stjörnunni yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 0-1. Þannig var staðan allt þar til á 70. mínútu, en þá jafnaði Hektor Begmann Garðarson. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og farið í framlengingu.

Þar skoraði Afolf Daði Birgisson fyrir Stjörnuna á 105. mínútu það sem flestir héldu að yrði sigurmark. Allt kom fyrir ekki og Mikael Hrafn Helgason jafnaði fyrir Kára undir lok fyrri hálfleiks. Lokatölur 2-2, vítaspyrnukeppni.

Þar hafði Stjarnan betur, 4-1, en lið Kára á mikið hrós skilið fyrir leik kvöldsins.

Fyrr í kvöld komst Valur áfram eftir sigur á Lengjudeildarliði Þróttar. Patrick Pedersen og Jónatan Ingi Jónsson komu Val í 2-0 sitt hvorum megin við hálfleikinn en Aron Snær Ingason minnkaði muninn fyrir Þróttara. Lokatölur 2-1.

16-liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur Bestu deildarslögum. KA tekur á móti Fram og Breiðablik á móti Vestra. Það er svo dregið í 8-liða úrslitin á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar