fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Jón Óttar stígur loks fram – Segist hafa verið leiddur í gildru

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. maí 2025 17:30

Jón Óttar Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Óttar Ólafsson fyrrum lögreglumaður hefur verið borinn þungum sökum undanfarið. Í nýlegri umfjöllun Kveiks kom fram að Jón Óttar og samstarfsmaður ráku fyrirtæki sem stóð fyrir umfangsmiklum aðgerðum sem fólust í að hafa víðtækt eftirlit með ferðum fjölda fólks. Var það gert gegn greiðslu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni. Jón Óttar hefur einnig verið ásakaður um að hafa stolið miklu magni gagna frá embætti sérstaks saksóknara, þar sem hann starfaði. Hann hefur hingað til ekki viljað tjá sig opinberlega en gerir það nú í viðtali við vefmiðilinn Brotkast. Segir Jón Óttar að hann og samstarfsmaður hans hafi verið lagðir í gildru af Ólafi Þór Haukssyni sem gegndi embætti sérstaks saksóknara en varð héraðssaksóknari þegar það embætti tók við verkefnum þess fyrrnefnda.

Frosti Logason fjölmiðlamaður ræðir við Jón Óttar í þættinu Spjallið á Brotkasti. Viðtalið verður birt á morgun en Frosti hefur birt á samfélagsmiðlum stutt brot úr því þar sem Jón Óttar sakar Ólaf Þór um þetta.

Málið

Málið snýst í megindráttum um það að Jón Óttar stofnaði árið 2011 ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn, fyrirtækið PPP en þeir höfðu starfað saman hjá sérstökum saksóknara. Fyrst um sinn ráku þeir fyrirtækið samhliða starfi sínu en hættu síðan störfum eftir að hafa verið sakaðir um að stela gögnum og selja þau. Árið 2012 réð Björgólfur Thor fyrirtækið til að njósna um fjölda manns sem komu að málsókn á hendur honum. Fengu Jón Óttar og Guðmundur m.a. starfandi lögreglumann sér til aðstoðar. Ekki var þó upplýst um tiltækið fyrr en nýlega af fréttaskýringarþættinum Kveik.

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Í kjölfarið var fjallað um það í Kastljósi að PPP hefði haft undir höndum stolin gögn frá sérstökum saksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ólafi Þór sagði ljóst að gögnin hefðu alls ekki átt að fara út fyrir veggi embættanna og málið hefur mikið verið rætt á Alþingi og var tekið fyrir í dag í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Formaður Landsambands lögreglumanna hefur sagt stéttina vera í áfalli bæði yfir þessu máli og njósnamálinu.

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Morgunblaðið hefur hins vegar upplýst að Ólafur Þór gerði samning við Jón Þór og Guðmund eftir að þeir stofnuðu PPP um að fyrirtækið myndi sinna rannsókn máls sem þeir höfðu verið að vinna að sem starfsmenn embættisins. Var Ólafur Þór meðvitaður um tilkomu PPP og segir ekkert hafa verið athugavert við umræddan samning. Síðar kærði Ólafur Þór Jón Óttar og Guðmund fyrir gagnaleka og brot á trúnaðarskyldu en ríkissaksóknari felldi málið niður.

Lögreglunni á Suðurlandi hefur verið falin rannsókn á málum sem snúa að PPP.

Jón Óttar mun eins og áður segir ræða málið frá sinni hlið í viðtali við Frosta Logason sem verður birt á morgun en í því broti sem þegar hefur verið birt segir hann Ólaf Þór hafa leitt hann og Guðmund í gildru með þessum samningi. Hann fullyrðir að áður en samningurinn hafi verið undirritaður hafi Ólafur Þór verið búin að ákveða að leggja kæruna fram:

„Hann var búinn að ákveða að kæra okkur þá.“

Aðspurður hvort Ólafur Þór hafi með þessum hætti leitt þá tvímenningana í gildru segir Jón Óttar:

„Já, hann gerir það.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Í gær

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku