Bournemouth 0 – 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’45)
Aston Villa vann afskaplega mikilvægan leik í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Bournemouth.
Villa er í baráttu um Meistaradeildarsæti og vann 0-1 útisigur með marki frá Ollie Watkins.
Það var hiti í þessum leik en Villa spilaði manni færri frá 80. mínútu eftir rauða spjald Jacob Ramsey.
Villa er í sjötta sæti deildarinnar með 63 stig líkt og Newcastle og Chelsea sem eru í sætunum fyrir ofan.