fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu kom snákum fyrir kattarnef

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. maí 2025 14:22

Þessir snákar fundust í heimahúsi á Höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Facebook-síða Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu á Facebook að nýlega hafi þurft að leggja hald á tvo snáka sem voru haldnir sem gæludýr í heimahúsi. Segir í tilkynningunni að aðeins ein leið hafi verið fær í stöðunni:

„Það er ýmislegt sem getur komið upp á vaktinni og lögreglumenn þurfa að vera við öllu búnir. Að eiga við snáka er ekki daglegur viðburður, en gerist endrum og eins. Þessir tveir fundust í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu og voru haldlagðir, en hér er um að ræða brot á lögum um innflutning dýra. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi ráðstafanir, en í því felst að lóga og farga dýrum sem þessum.“

Færslan fær misjafnar undirtektir í athugasemdum og sumir telja tíma til komin að leyfa slík dýr á Íslandi:

„Hér í Noregi eru snákar og slöngur af ýmsu tagi, vinsæl og lögleg gæludýr. Ég vona að Ísland geti nú skriðið útúr þessum höftum einhverntímann. Gott og gaman að hafa svona gæludýra fjölmenningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Jólastemning í Bónus í Kauptúni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Í gær

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu