fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Pressan
Föstudaginn 9. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöldið 27. september árið 2023 líður íbúum bresku sýslunnar Northumberland seint úr minni en þá tóku tveir óprúttnir aðilar sig til og felldu 150 ára gamlan garðahlyn. Hlynurinn þótti gullfallegur og var vinsæll viðkomustaður ferðamanna og áhugaljósmyndara. Hlynurinn stóð við fornan varnarmúr frá tímum Rómverja, Hadrúanusarmúrinn, sem er friðlýstur og hefur fengið skráningu sem heimsminjastaður. Múrinn varð einnig fyrir skemmdum.

Sjá einnig: Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Lögregla leit málið alvarlegum augum og ekki leið á löngu áður en hún náði í skottið á þrjótunum, þeim Daniel Graham og Adam Carruthers sem hafa nú verið sakfelldir fyrir skemmdarverk en mennirnir eru báðir á fertugsaldri. Saksóknarar útskýrðu að líklegast hefðu mennirnir ákveðið að gera þetta í einhverju flippi. Þeim hafi fundist þetta fyndin hugmynd en gróflega vanmetið viðbrögð almennings. Almenningur brást við með mikilli reiði og voru fréttir fluttar af þessu skemmdarverki víða um heim.

Þegar þeir Graham og Carruthers svöruðu til saka í aðalmeðferð málsins í vikunni var dómsalur stútfullur af fólki sem vildi sjá réttlætinu fullnægt. Báðir neituðu sök. Graham reyndi að koma sökinni yfir á samverkamann sinn en Carruthers gekk ekki eins langt og sagðist hreinlega ekki vita hver bæri ábyrgðina. Stærsta sönnunargagnið í málinu var myndband sem fannst á símum þeirra. Það bar með sér að hafa verið tekið við garðahlyninn og mátti þar heyra í keðjusök og brakið þegar hlynurinn féll.

Mennirnir sögðust báðir hafa orðið furðu lostnir með viðbrögðin. Símar þeirra sýndu að þeir fylgdust vel með öllum fréttum og skiptust á skilaboðum þar sem þeir hæddust að málinu. Eftir að rannsókn lögreglu fór að beinast gegn þeim reyndi Graham að kenna þáverandi vini sínum um, en þá urðu vinslit. Graham var úrskurðaður í varðhald í desember þar sem yfirvöld töldu að hann væri í hættu, enda hafði brot hans vakið töluverða bræði og hafði fólk vikið sér að honum á almannafæri. Þeir sitja nú báðir í varðhaldi og bíða eftir að refsing þeirra verði ákveðin í júlí, en dómari taldi skynsamlegt að þeir gengju ekki lausir enda hefðu þeir verið sakfelldir fyrir alvarlega glæpi og ættu á hættu að fá á sig reiðan múg.

Saksóknarar bentu á að fyrrum félagarnir hefðu ekki sýnt nokkra iðrun í málinu heldur þvert á móti reiðst í dómsal þegar þeir voru yfirheyrðir. Graham sagði meðal annars við saksóknara:

„Þú stendur þarna og kallar mig lygara og ætlast til að ég svari spurningum þínum. Ég hef fengið nóg, ég er búinn að fá nóg af því að þú kallir mig lygara.“

Carruthers yppti öxlum í dómsal og sagði: „Þetta var bara tré,“ og sagðist ekki skilja athyglina sem málið hefur fengið enda hefði enginn verið myrtur.

Kviðdómur felldi dóminn í málinu en áður en meðlimir fóru að ráða ráðum sínum þurfti dómari að minna þá á að gæta hlutleysis. Þeir þyrftu að dæma út frá gögnum málsins frekar en sínum eigin tilfinningum.

Lögreglustjórinn Kevin Waring sagði í kjölfar dómsins að garðhlynurinn hafi átt sér sérstakan stað í hjörtum fólks. „Þessir menn hafa á engum tímapunkti skýrt hvers vegna þér felldu tréð – enda gætu þeir ekki komið með ásættanlega skýringu.“

Þeir eiga nú yfir höfðum sér fangelsi í allt að 10 ár.

Bæjarstjórinn Kim McGuinness hefur kallað eftir þungum refsingum. „Í næstum 200 ár stóð garðhlynurinn stoltur í Northumberland en eftir eitt kvöld af kjánaskap er hann farinn. Tvíeykinu, sem viljandi felldi fræga tréð okkar, þarf að refsa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Í gær

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin