fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. maí 2025 08:30

Íris Helga Jónatansdóttir. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sjö einstaklingar, þar á meðal ólögráða ungmenni, hafa lagt fram kæru hjá Lögregluembættinu á Suðurnesjum gegn Írisi Helgu Jónatansdóttur, þar sem hún er sökuð um umsáturseinelti. Kemur þetta fram í Heimildinni.

Fjölmiðlar fjölluðu um málið í mars eftir að Garpur Elísabetarson steig fram í viðtali við Vísi. Íris Helga kom síðan fram í viðtali í Fullorðins þar sem hún sagðist saklaus af öllum ásökunum.

Sjá einnig: Íris Helga meintur eltihrellir stígur fram – „Þetta eru bara ógeðslegar ásakanir. Hann er að drepa mannorðið mitt“

Samkvæmt frétt Heimildarinnar eru kærurnar nú minnst sjö og að minnsta kosti tvær þeirra frá einstaklingum undir 18 ára aldri sem segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu Írisar í gegnum samfélagsmiðla. Lögreglan á Suðurnesjum segir í svari til Heimildarinnar að fleiri mál séu til meðferðar og bíði útgáfu ákæru.

Garpur og Sölvi Guðmundarson, fyrrum sambýlismaður Írisar, eru á meðal kærenda. Þann 4. apríl síðastliðinn kærði Valur Grettisson, blaðamaður Heimildarinnar sem skrifað hefur um mál Írisar, hana til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fyrir morðhótun. Sagði hann að Írisnhafi hótað að koma heim til blaðamannsins og drepa hann ef hann leiðrétti ekki rangfærslu í frétt um að Íris hefði undirritað að gangast undir nálgunarbann, svokallaða Selfoss-leið. Einnig hefði hún birt mynd af blaðamanninum og fjölskyldu hans á samfélagsmiðlareikningi sínum auk þess sem hún ýjaði að því í tölvupóstssamskiptum að hún geti hugsað sér að sækja um starf kennara í sama skóla og synir blaðamannsins stunda nám.

Sjá einnig: Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Það mál sem er lengst komið í rannsókn lögreglu beinist að stuttu sambandi karlmanns um fertugt við Írisi fyrir um fjórum árum síðan. Sá karlmaður hefur ekki viljað stíga fram með málið í fjölmiðlum, en hann hefur mátt þola mikið og stöðugt áreiti. Mun meðal annars hafa verið dreift persónuupplýsingum þar sem gefið er í skyn að unnusta mannsins selji sig sem vændiskona.

Eins og áður sagði sagðist Íris vera saklaus af öllum ásökunum og verið væri að eyðileggja mannorð hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi
Fréttir
Í gær

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu