fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433

United og Tottenham mætast í úrslitum eftir örugga sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Tottenham komust þægilega áfram í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Bæði lið voru í góðri stöðu fyrir leiki kvöldsins. United vann fyrri leik sinn gegn Athletic Bilbao 0-3 og Tottenham vann Bodo/Glimt 3-1.

United lenti undir eftir hálftíma leik í kvöld þegar Mikel Jauregizar skoraði og smá spenna komin í einvígið. Mason Mount gerði hins vegar út um það með marki á 72. mínútu. Casemiro bætti svo við marki á 80. mínútu og svo var komið að Rasmus Hojlund, áður en Mount skoraði annað mark sitt í uppbótartíma.

Lokatölur í kvöld 4-1 og United vinnur einvígi sitt á afar sannfærandi hátt, samanlagt 7-1.

Það tók Tottenham tíma að brjóta ísinn í kvöld en það gerðist með marki Dominic Solanke á 73. mínútu. Pedro Porro innsiglaði svo 0-2 sigur og 5-1 samanlagt.

United og Tottenham mætast í úrslitaleiknum í Bilbaó miðvikudaginn 21. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi fær íslenska dómara

Logi fær íslenska dómara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Í gær

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Í gær

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik