Manchester United og Tottenham komust þægilega áfram í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.
Bæði lið voru í góðri stöðu fyrir leiki kvöldsins. United vann fyrri leik sinn gegn Athletic Bilbao 0-3 og Tottenham vann Bodo/Glimt 3-1.
United lenti undir eftir hálftíma leik í kvöld þegar Mikel Jauregizar skoraði og smá spenna komin í einvígið. Mason Mount gerði hins vegar út um það með marki á 72. mínútu. Casemiro bætti svo við marki á 80. mínútu og svo var komið að Rasmus Hojlund, áður en Mount skoraði annað mark sitt í uppbótartíma.
Lokatölur í kvöld 4-1 og United vinnur einvígi sitt á afar sannfærandi hátt, samanlagt 7-1.
Það tók Tottenham tíma að brjóta ísinn í kvöld en það gerðist með marki Dominic Solanke á 73. mínútu. Pedro Porro innsiglaði svo 0-2 sigur og 5-1 samanlagt.
United og Tottenham mætast í úrslitaleiknum í Bilbaó miðvikudaginn 21. maí.