fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona

Pressan
Fimmtudaginn 8. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið freistandi fyrir foreldra að rétta börnunum sínum snjallsíma til að kaupa sér frið í smástund. Það getur þó reynst dýrkeypt eins og móðir átta ára drengs í Lexington í Kentucky í Bandaríkjunum komst að raun um á dögunum.

Konan sem um ræðir heitir Holly LaFavers og hafði hún rétt syni sínum Liam símann þar sem hann fékk að vafra um og leika sér. Hann ákvað að kíkja á vefsíðu Amazon þar sem hann sá nokkuð sem honum leist vel á og lagði inn pöntun þar sem kreditkort móður hans var tengt við reikninginn.

Um var að ræða hvorki fleiri né færri en 70 þúsund sleikipinna og vissi Holly vart hvaðan á hana stóð veðrið þegar starfsmenn Amazon báru hvern kassann á fætur öðrum að útidyrunum. Alls var um að ræða 30 kassa af Dum-Dums sleikipinnum sem kostuðu samtals 4.200 dollara, tæpar 550 þúsund krónur.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Liam hafi útskýrt kaupin fyrir móður sinni með þeim orðum að hann langaði að halda stórt karnival þar sem sleikipinnarnir yrðu gefnir í verðlaun. Holly segir að sonur hennar sé seinþroska og það geti komið niður á ákvarðanatöku hans.

Þegar Holly áttaði sig á því sleikipinnarnir væru á leið heim til hennar hafði hún samband við Amazon og reyndi að stöðva pöntunina. Það var hins vegar of seint og var pöntunin þá þegar á leiðinni.

Holly reyndi að koma nokkrum kössum upp á vini og vandamenn og auglýsti þá meira að segja til sölu. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að fjalla um málið segir hún að forsvarsmenn Amazon hafi sett sig í samband og boðist til þess að endurgreiða henni. Það er skemmst frá því að segja að Holly þáði það boð með þökkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf