fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. maí 2025 14:30

Sigurður G. Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónssson hæstaréttarlögmaður telur að Ólafur Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ættu alvarlega að íhuga stöðu sína vegna viðbragða og viðbragðaleysis embætta þeirra við gagnaþjófnaði fyrrverandi starfsmanna embættis sérstaks saksóknara og eigenda njósnafyrirtækisins PPP.

Kastljós greindi frá því í gærkvöld að mikið magn af upptökum og uppskrifta úr símtalshlerurnum sé að finna í gögnum PPP. Heimild: RÚV. Upptökurnar eru afrakstur hlerana í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara á hrunmálum. Ekki er ljóst hvers vegna upptökunum var ekki eytt, reglum samkvæmt, og enn síður hvers vegna þær voru í höndum PPP.

PPP var stofnað árið 2011 og eigendur þess voru Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson. Sá síðarnefndi er látinn. Þeir voru báðir starfsmenn hjá Embætti sérstaks saksóknara og voru kærðir fyrir þagnaskyldubrot í starfi, voru þeir grunaðir um að taka ófrjálsri hendi gögn úr hirslum sérstaks saksóknara. Eins og áður hefur komið fram tók PPP að sér tugmilljóna króna njósnaverkefni fyrir auðmanninn Björgólf Thor Björgólfsson.

Embætti sérstaks saksóknara var forveri Embættis héraðssaksóknara en Ólafur Hauksson er héraðssaksóknari í dag. Sigurður telur að bæði hann og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ættu alvarlega að íhuga stöðu sína vegna aðgerðaleysis embættis þeirra gagnvart umræddum gagnaþjófnaði.

Sigurður dregur Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, einnig inn í málið, en hann starfaði á þessum tíma einnig hjá Sérstökum saksóknara. Grímur hefur tjáð sig um þessi njósna- og gagnastuldarmál og sagt að lögregla verði að hafa sérstaklega ríka siðferðiskennd. Féllu þau ummæli í tengslum við afhjúpun á því að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar vann við ólöglegt njósnaverkefni fyrir PPP.

Sigurður segir í Facebook-færslu:

„Grími fyrri hlerunarmeistara (sic) embættis sérstaks saksóknara telur lögreglu þurfa að hafa sérstaklega ríka siðferðiskennd.

Sú kennd var ekki til staðar innan embættis sérstaks saksóknar eftir bankahrunið þegar Grímur starfaði þar.

Þá skipti friðhelgi einkalífs sakborninga engu. Gögnum var mokað út til valinn fjölmiðlamanna sem spiluðu með embættinu til að bera sakir á nokkra starfsmenn föllnu bankanna.

Nú hefur Grími skolað inn á þing. Kannski tekur þessi ,,siðprúði” fyrrum lögreglumaður upp og skoðar gamalt frumvarp Ögmundar Jónassonar sem setja átti hlerunum lögreglu skorður á árinu 2012, þegar brot lögreglumanna hjá embætti sérstaks saksóknara voru smátt og smátt að koma í ljós.

Ólafur Hauksson, sem stýrði embætti sérstaks saksóknara og bar stjórnunarlega ábyrgð á gerðum Gríms, Jóns Óttars og fleiri starfsmanna embættis sérstaks, ætti að íhuga stöðu sína. Ólafur vissi um brot innan embættisins í síðasta lagi árið 2011 og gerði bara starfsloka samning við tvo brotlega lögreglumenn. Þeir sem brutu á mannréttindum sakborninga með hlerunum sátu hins vegar áfram og hafa aldrei þurft að axla ábyrgð á lögbrotum sínum.

Ríkissaksóknari sá ekkert athugavert við framferði lögreglumanna við embætti sérstaks saksóknara þegar það braut á sakborningum hvað þá að stuldur á gögnum skipti máli.

Nú þegar lögreglan er með allt niður um sig ætlar ríkissaksóknari að girða sig í brók og rannsaka brot innan embættis sérstaks saksóknar meðan það embætti var og hét.

Ríkissaksóknari gæti leyst mannauðsvanda embætti síns með því að segja af sér, enda fer ekki vel á því að ríkissaksóknari rannsaki eigin aðgerðaleysi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni