Mallorca Daily Bulletin skýrir frá þessu og segir að yfirvöld hafi ákveðið að takmarka flug til eyjanna í sumar. Ástæðan er að burðarþol eyjanna er fullnýtt hvað varðar fjölda ferðamanna.
Það verður ekki bara látið nægja að fækka flugferðum, því gistináttaskatturinn verður hækkaður um 2 evrur á nótt og einnig verður verðið á bílaleigubílum hækkað.
Á síðasta ári flugu 15,7 milljónir farþega til eyjanna.