fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. maí 2025 16:05

Heimir Halldórsson, Ólafur Karl Sigurðarson, Garðar Svavarsson og Þorri Magnússon við undirritun vijalýsingarinnar á sýningarsvæði KAPP á Sjávarútvegssýningunni í Barcelona í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KAPP og Loðnuvinnslan skrifuðu undir viljayfirlýsingu á Sjávarútvegssýningunni í Barcelona í dag þess efnis að ganga til samninga um nýja uppsjávarvinnslu á Fáskrúðsfirði. Lausnin inniheldur bæði vél- og hugbúnað fyrir flokkun, flökun og kælingu ásamt uppsetningu. Samkvæmt félögunum er útfærsla lausnarinnar vel á veg komin og aðeins um loka frágang að ræða. Félögin stefna á að klára formlega samninga fyrir næstu mánaðarmót. 

Ólafur Karl Sigurðarson, aðstoðarforstjóri KAPP og framkvæmdastjóri KAPP Skagans, segist afar ánægður með það traust sem Loðnuvinnslan sýnir félaginu. ,,Við erum þakklátir traustinu sem Garðar og teymi Loðnuvinnslunar sýnir okkur með að ganga til samninga við okkur. Það hefur ríkt sterkt viðskiptasamband milli félaganna og okkur hlakkar til að halda því áfram. Eins er reglulega gaman að því að lausnin sem við bjóðum nær þvert á vöruframboð okkar hjá KAPP og KAPP Skaganum, sem sýnir gott vöruframboð okkar.” 

KAPP sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á ýmsum tækjabúnaði fyrir sjávarútveginn, fiskeldi og annan iðnað sem og þjónustu og sölu.

Garðar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir KAPP sýna mikinn styrk með þessari viljayfirlýsingu. ,,Það er sannarlega ánægjulegt að sjáum fram á að landa samkomulagi við Kapp og Kapp Skagann um frekari uppbyggingu á Fáskrúðsfirði. Starfsmenn Kapp og Skaganns hafa í gegnum árin reynst okkur vel sem bandamenn í uppbyggingu félagsins og sýnt að þeir eru traustsins verðir. Endurreist félag er samkeppnishæft á hörðum markaði og þar innandyra er valinn maður í hverju rúmi.”

Loðnuvinnslan rekur fiskimjölsverksmiðju, frystihús, síldarsöltun og gerir út ísfisktogarann Ljósafell, uppsjávarskipið Hoffell og línubátinn Sandfell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“