fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hálfviðurkennt undanfarið að blikur séu á lofti í efnahagi landsins vegna tollastríðs hans og að fólk gæti þurft að herða sultarólina. Hann gerir það þó með sínum einstaka hætti – með því að tilkynna fólki að það hefði gott af því að neyta aðeins minna.

Trump sagði í viðtali á sunnudaginn að bandarískar stúlkur gætu alveg þolað að eiga færri leikföng.

„Þær þurfa ekki þrjátíu dúkkur – þeim nægir að eiga þrjár. Þær þurfa ekki 250 blýanta – þeim nægir að eiga fimm,“ sagði forsetinn þegar hann ræddi um tollastríði við Kína. „Ég er í reynd að segja að við þurfum ekkert að vera að sóa peningum í viðskiptahalla við Kína vegna hluta sem við þurfum ekki, út af drasli.“

Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Trump notaði dúkkur til að gera lítið úr áhrifum tollanna en hann byrjaði með dúkkurökin í apríl fljótlega eftir að hann setti allt á hliðina með ofurtollum, sem hann hefur nú að miklu leyti frestað nema hvað Kína varðar. Trump vill sem sagt meina að Bandaríkjamenn séu einkum að versla ódýrar dúkkur frá Kína og þoli vel að draga úr slíkum viðskiptum.

Þessi orð Trumps urðu til þess að fjölmiðlar hafa nú grafið upp myndir og fréttir um yngsta son forsetans, Barron. Sem barn átti hann meðal annars:

    • Gylltan barnavagn
    • Risastóra tuskubrúðu frá Barbara Walters
    • Leikfangarafbíl úr smiðju bílaframleiðandans Mercedez-Benz með einkanúmeri.
    • Risastórt tuskuljón og tuskutígrisdýr
    • Armbandsúr úr gulli
    • Flugfreyjutösku frá Louis Vuitton
    • Sérsaumuð jakkaföt
    • Heila hæð í þakíbúð foreldra sinna sem var full af leikföngum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu