Athletic Bilbao hefur orðið fyrir miklu áfalli fyrir seinni leik liðsins gegn Manchester United, þrjá algjöra lykilmenn vantar.
Bræðurnir Inaki og Nico Williams ferðast ekki með liðinu en báðir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.
United vann fyrri leikinn 3-0 og er því með sterka stöðu fyrir seinni leikinn, ekki hjálpar Athletic að vera án lykilmanna.
Markahæsti leikmaður liðsins Oihan Sancet er áfram frá vegna meiðsla en hann var einnig frá í fyrri leiknum.
Nico spilaði 79 mínútur í fyrri leiknum en var tæpur og hefur ekki náð að jafna sig.