Benjamin Sesko framherji RB Leipzig er til sölu í sumar og segir Sky í Þýskalandi að það sé fyrir minni upphæð en er í samningi hans.
68 milljóna punda klásúla er í samningi Sesko sem er 21 árs gamall framherji frá Slóveníu.
Arsenal vildi kaupa Sesko síðasta sumar en hann hafnaði þeim að lokum og gerði nýjan samning við Leipzig.
Nú vill Sesko takast á við nýja áskorun og er aftur orðaður við Arsenal en fleiri lið fylgjast með.
Leipzig er tilbúið að lækka verðið á Sesko sem er afar kraftmikill framherji.