fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 09:43

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrollvekjandi uppgötvun við húsleit í yfirgefnu verksmiðjuhúsnæði í Neuwegersleben í Þýskalandi er sögð benda til þessa að Madeleine McCann, sem hvarf í Praia da Luz í Portúgal árið 2007 í sumarfríi með fjölskyldu sinni, sé látin. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri heimildarmynd Channel 4, „Maddie: The Unseen Evidence“, sem fjallar um rannsóknina.

Umrætt verksmiðjuhúsnæði var í eigu þýska níðingsins Christian Brueckner sem lengi hefur verið sá sem helst er grunaður um að bera ábyrgð á hvarfi McCann. Húsleitin fór fram árið 2016 en aldrei hefur verið greint frá henni fyrr en nú. Varpar hún ljósi á hvers vegna yfirvöld eru svo sannfærð um aðild Brueckner að málinu.

Með þráhyggju fyrir ræna og misnota börn

Við leitina fundust meðal annars barnaklæði, leikföng, grímur, ólögleg skotvopn og efni sem talið er tengjast barnaníði. Sérstaklega vakti athygli harður diskur og minnislyklar sem voru grafnir undir hræi hunds sem var í eigu Brueckners; á þeim fundust myndir og skrif sem lýsa viðurstyggilegri þráhyggju Brueckner gagnvart börnum.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að Brueckner hafði átt í samskiptum við aðra barnaníðinga í gegnum netið, þar sem hann lýsti sjúkum fantasíum um að ræna og misnota börn.

Þá fundust einnig skjöl sem staðfesta dvöl hans í Praia da Luz á þeim tíma sem Madeleine hvarf sem og gögn sem staðfesta að hann var á tiltekinni tónlistarhátíð á Spáni árið 2008 en þar hefur vitni sagt að Brueckner hafi hreykt sér af aðild sinni að málinu.

Þá er einnig fullyrt að eitthvað hafi fundist sem hafi sannfært rannsakendur um að McCann hafi látist skömmu eftir að hún var brottnumin.

Þrátt fyrir þessi gögn hefur Brueckner ekki verið ákærður í tengslum við hvarf Madeleine McCann og neitar hann allri aðild að málinu. Þýsk yfirvöld halda þó áfram rannsókn sinni og eru vongóð um að Brueckner verði formlega ákærður í nánustu framtíð.

Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm fyrir að nauðga bandarískri konu á áttræðisaldri á Algarve-svæðinu í Portúgal, ári áður en McCann hvarf. Að óbreyttu mun hann losna úr fangelsi síðar á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Í gær

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Í gær

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Birna: Svartur dagur í dag – „Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks“

Hanna Birna: Svartur dagur í dag – „Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langflestir Evrópubúar telja að aðild hafi verið jákvæð – Jákvæðnin mest í norðurhluta álfunnar

Langflestir Evrópubúar telja að aðild hafi verið jákvæð – Jákvæðnin mest í norðurhluta álfunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“