fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Sigurbjörg borin út og grætur ráðalaus úti á götu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 12:22

Sigurbjörg Jónsdóttir var borin út úr íbúð sem hún leigði í Bríetartúni. Mynd: Grétar A.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá Sigurbjörgu Jónsdóttur í öngum sínum úti á gangstétt með eigur sínar í pokum eftir að hún var fyrr í dag borin út úr íbúð í fjölbýlishúsi, í Bríetartúni 20, sem er í eigu Félagsbústaða en ógnarástand hefur ríkt í húsinu vegna ofbeldis og skemmdarverka af hálfu annarrar konu sem býr þar. Hvað tekur við hjá Sigurbjörgu og hvar hún mun gista í nótt er óljóst á þessu stigi.

Eins og DV greindi ítarlega frá í morgun um það leyti sem útburðurinn var að eiga sér stað þá snýst málið um að Sigurbjörg hætti að greiða leigu af íbúðinni í því skyni að knýja það í gegn að fá flutning í aðra íbúð á vegum Félagsbústaða. Sigurbjörg hefur eins og aðrir íbúar í stigaganginum orðið fyrir skemmdarverkum, ítrekuðu ónæði, þjófnuðum og ofbeldi af hálfu konu sem býr í stigaganginum og heldur nágrönnum sínum í raun í heljargreipum. Umrædd kona hefur margoft komist í kast lögin vegna meðal annars þjófnaða og skemmdarverka.

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Eins og Sigurbjörg greindi frá í samtali við DV í morgun var þó alvarlegasta brotið sem hún varð fyrir af hálfu konunnar mjög alvarleg árás sem konan tók þátt í, ásamt fleirum, árið 2023. Sigurbjörg tjáði DV að hún hafi gripið til þess örþrifaráðs að hætta að borga leigu til að losna undan konunni og fá flutning í aðra íbúð þar sem ómögulegt hafi verið að ná sambandi við Félagsbústaði sem hafi ekki fyrr en þá haft samband við hana. Segir Sigurbjörg að krafa um útburð hafi komið fljótlega og henni aðeins verið gefinn tveggja daga fyrirvari.

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Ljóst er að Sigurbjörg er bókstaflega á götunni og hvað tekur við er alls óvíst. Annar íbúi í húsinu sagði við DV á meðan útburðinum stóð:

„Þetta er viðbjóður. Ég veit ekki hvar hún er að fara að sofa í nótt, líklega á götunni, nema hún komist inn í Konukot.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin