fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. maí 2025 14:30

Hvalkjöt er umdeilt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður sem er á leiðinni til Íslands greinir frá því að hann langi til þess að smakka hvalkjöt en óttist það. Sumir hneykslist á því að fólk borði kjötið.

„Ég er á leiðinni til Íslands í ágúst. Ég elska mat og að prófa að borða það sem ég hef aldrei borðað áður. Ég hef lesið um að það sé hægt að fá bæði selakjöt og hvalkjöt á Íslandi en það sé ekki eitthvað sem heimamenn borði. Segið mér satt, er það alveg gufuruglað hjá mér að panta það?“ segir ferðamaðurinn á samfélagsmiðlinum Reddit.

Segist hann muna taka tillit til heimanna og siða þeirra. Það er ef það sé litið niður á það að borða hvalkjöt muni hann ekki gera það.

„Ef það að kaupa og borða hvala og selakjöt muni hafa slæm áhrif á lífríkið eða að það sé litið niður á það á Íslandi þá mun ég klárlega halda mig frá því,“ segir hann að lokum.

Óvinsælt hjá heimamönnum

Hefur færslan fengið mikla athygli og spunnist hafa um hana töluverðar umræður.

„Heimamenn sögðu okkur að það væri litið niður á það að borða hvalkjöt og lunda,“ segir einn ferðamaður sem kom til Íslands. „Við sáum einnig skilti þar sem stóð: „Ekki borða hval“ af því að það hvetji til frekari hvalveiða. Eins og ég skil það þá borða heimamenn þetta ekki.“

Kjöt í fiskifötu

Í umræðunum er tekist á um ábyrgðina. Veitingastaðirnir fyrir að bjóða upp á hvalkjöt eða ferðamennirnir fyrir að panta það.

Sjá einnig:

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

„Það er litið niður á það að borða hvalkjöt þessa dagana. Flestir Íslendingar eru á móti hvalveiðum og það myndi hjálpa til við að fá hvalveiðar bannaðar ef að ferðamenn myndu hætta að panta hvalkjöt á veitingastöðum,“ segir einn sem bendir einnig á að það sé ekki einu sinni lystugt. „Þetta er ekki einu sinni gott. Ímyndaðu þér steik sem hefur legið í fötu með fiski í nokkra daga. Þannig er hvalkjöt.“

„Ég er hættur að borða hvalkjöt en ég er ekki sammál því að það sé ekki bragðgott,“ segir einn Íslendingur. „Grilluð hrefna var ljúffeng! Selkjöt fannst mér hins vegar allt of feitt og lýsiskennt.“

Hrefnur vitibornar en ekki í útrýmingarhættu

Aðrir mæla með hvalkjöti. Svo sem einn sem mælir sérstaklega með hrefnusteik.

„Þjóðin er klofin í málinu. Hvalveiðar eru í góðu lagi svo lengi sem þær eru stundaðar í hófi og mannúðlega,“ segir hann. „Ég elska hvali og elska að borða hval. Hrefnusteik er frábær og einn uppáhalds maturinn minn. Ef þú færð tækifæri til þá mæli ég með að prófa það. Jafn vel þó það sé aðeins í eitt skipti.“

„Það myndi enginn borða þetta ef heimamenn gerðu það ekki,“ segir annar. „Ég hef ekki borðað það en það væri heimska eða hræsni af mér að draga línuna í sandinn við hrefnuveiðar þegar þær eru ekki í útrýmingarhættu. Jú, þær eru vissulega vitibornar, en það eru líka mörg önnur dýr sem fólk borðar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins