fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 11:49

Siggi stormur og Bónusgrísinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og við þekkjum hann best, segist hugsi yfir yfirlýsingu Bónus um allt sé ódýrt þar eftir að hann keypti sér hundamat í versluninni á margföldu verði miðað við Spán.

„Bónus auglýsir nú sem aldrei fyrr að ALLT SÉ ÓDÝRT í verslunum þeirra. Ég velti fyrir mér hvað sé átt við. Ég á hund og skoða því gjarnan verð á hundavörum hvar sem ég kem, þar á meðal hundamat,“  segir Siggi í færslu á Facebook.

„Í góðri matvöruverslun á Spáni kostar kílógrammið af hundamat (beef) – (tók ódýrasta sem ég sá) 0,97 evrur eða 145 kr./kg. Ódýrasta sem ég fann í Bónus var 467 kr/kg.  eða 222% dýrara.“

Mynd: Facebook.

Siggi tekur fram að hann sé ekki að taka tillit til gæða og segist ekki hafa gefið hundinum sínum fóðrið frá Spáni.

„En ég er hugsi yfir þessari verðlagningu því vel að merkja er fóðrið sem ég skoðaði á báðum stöðum innflutt vara. Einu sinni var talað um „hækkun í hafi“ í tiltekinni merkingu. Það finnst mér einhvern veginn það eiga svo sannarlega við hér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Í gær

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum