fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 11:49

Siggi stormur og Bónusgrísinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og við þekkjum hann best, segist hugsi yfir yfirlýsingu Bónus um allt sé ódýrt þar eftir að hann keypti sér hundamat í versluninni á margföldu verði miðað við Spán.

„Bónus auglýsir nú sem aldrei fyrr að ALLT SÉ ÓDÝRT í verslunum þeirra. Ég velti fyrir mér hvað sé átt við. Ég á hund og skoða því gjarnan verð á hundavörum hvar sem ég kem, þar á meðal hundamat,“  segir Siggi í færslu á Facebook.

„Í góðri matvöruverslun á Spáni kostar kílógrammið af hundamat (beef) – (tók ódýrasta sem ég sá) 0,97 evrur eða 145 kr./kg. Ódýrasta sem ég fann í Bónus var 467 kr/kg.  eða 222% dýrara.“

Mynd: Facebook.

Siggi tekur fram að hann sé ekki að taka tillit til gæða og segist ekki hafa gefið hundinum sínum fóðrið frá Spáni.

„En ég er hugsi yfir þessari verðlagningu því vel að merkja er fóðrið sem ég skoðaði á báðum stöðum innflutt vara. Einu sinni var talað um „hækkun í hafi“ í tiltekinni merkingu. Það finnst mér einhvern veginn það eiga svo sannarlega við hér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel