fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Fjórir karlar og ein kona ákærð vegna stórfelldrar kannabisræktunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 16:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manneskjur á fertugsaldri, fjórir karlar og ein kona, hafa verið ákærð í tengslum við stórfellda kannabisræktun.

Einn karlanna er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa þriðjudaginn 29. júní 2021 haft í vörslu sinni, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 116 kannabisplöntur, samtals 1.645 g af kannabislaufum og stönglum og samtals 9.897,54 g af maríhúana. Er hann jafnframt ákærður fyrir að hafa ræktað plönturnar.

Annar maður er ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnabroti með því að hafa lagt til búnað sem notaður var við ræktunina og framleiðslu fíkniefnanna sem tilgreind eru hér að framan. Er hann sagður hafa útvegað búnað frá Hamptækni ehf og leigt áðurnefnda manninum búnaðinn í því skyni að rækta kannabisplöntur. Hafi honum ekki dulist í hvaða skyni búnaðurinn var nýttur.

Þrjú önnur, tveir karlar og ein kona, eru síðan ákærð fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnabroti með því að hafa aðstoðað fyrstnefnda manninn við að klippa niður kannabisplönturnar, gegn greiðslu af óþekktu tagi.

159 plöntur til viðbótar

Fyrstnefndi maðurinn er síðan ákærður fyrir að hafa haft miðvikudaginn 30. júní 2021 í vörslu sinni 159 kannabisplöntur og fyrir að hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar.

Krafist er upptöku af gífurlegu magni af kannabisplöntum, kannabisefnum og búnaði til kannabisræktunar.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. maí næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi