Árni Árnason hefur slegið í gegn með myndböndum á Facebook og TikTok. Í myndböndunum tekur Árni aulahúmorinn á ýmis þjóðfélagsmál og bendir á vankantana sem eru víða í vinnubrögðum borgarstjórnar og Alþingis.
DV fjallaði um Árna og hliðarsjálf hans Uglu Tré í febrúar. Óhætt er að segja að athyglin hafi margfaldast, Árni náði 5 þúsund vinahámarkinu á Facebook og var beðinn um að vera veislustjóri á minnst tveimur viðburðum.
Árni er að sjálfsögðu búinn að taka mál dagsins fyrir, Njósnir Björgólfs Thor Björgólfssonar. Hjá Árna og Uglu Tré er fyrirtækið BTB leyniþjónusta með ráð undir kókómjólk hverri.