fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Reykjavík stendur sig best í uppbyggingu félagslegra íbúða

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 16:30

Nærri 5 prósent af íbúðum eru félagslegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg stendur sig langbest þegar kemur að uppbyggingu félagslegra íbúða, ef frá eru talin tvö lítil sveitarfélög á landsbyggðinni. Nærri 5 prósent af fullbúnum íbúðum eru félagslegar leiguíbúðir.

Þetta kemur fram í svari Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóra.

Á höfuðborgarsvæðinu er uppbygging félagslegra leiguíbúða langsamlega mest í Reykjavík. Það er 20,7 á hverja 1000 íbúa. Í Kópavogi er hlutfallið 11,3, í Hafnarfirði 8,9, í Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi 3,1 og aðeins 2,2 í Garðabæ.

Í Reykjavík eru 2.870 félagslegar leiguíbúðir eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum. Til samanburðar eru aðeins 44 slíkar íbúðir í Garðabæ og hlutfallið 0,6 prósent.

Skagaströnd á toppnum

Skagaströnd er það sveitarfélag sem hefur hlutfallslega flestar félagslegar leiguíbúðir, eða 15 talsins sem gera 7 prósent af öllum íbúðum á staðnum. Þar á eftir kemur Súðavík með 5,4 prósent.

Í Reykjanesbæ er hlutfallið 2,6 prósent, á Akureyri 3,4 prósent, á Akranesi 1,1 prósent og í Árborg aðeins 0,3 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“