fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Pressan
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrollvekjandi myndband sem sýnir ferðamann í svokallaðri sviflínu í Kasmír-héraði hefur vakið talsverða athygli, en eins og greint hefur verið frá voru 26 manns skotnir til bana í síðustu viku skammt frá bænum Pahalgam.

Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað og átti árásin sér stað á svæði sem er í dag undir yfirráðum Indlands. Indverjar hafa skellt skuldinni á yfirvöld í Pakistan vegna málsins en áður óþekktur uppreisnarhópur sem kallar sig Kashmir Resistance hefur lýst ábyrgð á voðaverkinu.

Myndbandið hér að neðan var tekið af ferðamanni um það leyti sem byssumenn hófu skothríð á hóp fólks sem var að njóta sín í blíðunni á þessum fallega stað.

Eins og sést var maðurinn, Rishi Bhatt, algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar fyrir neðan. Í myndbandinu heyrast skothvellir og ört vaxandi ringulreið meðal fólks sem átti fótum sínum fjör að launa.

Í viðtölum eftir árásina sagði Rishi að byssumennirnir hefðu hafið skothríðina skammt frá pallinum þar sem sviflínan fór af stað. Hefði hann verið þar ögn lengur hefði hann sennilega verið skotinn.

Yfirvöld í Indlandi segjast hafa borið kennsl á tvo af byssumönnunum og um sé að ræða einstaklinga frá Pakistan. Flestir hinna látnu voru ferðamenn frá Indlandi.

Í fréttum erlendra miðla kemur fram að árásarmennirnir hafi sagt fólki að fara með íslamskar bænir. Þeim sem það gátu var hlíft en hinir voru skotnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri