fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 28. apríl 2025 16:40

Brá ferðamanninum mjög þegar hann kom að bílnum sínum um morguninn. Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendum ferðamanni sem dvaldi hér á landi var mjög brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans. Óttaðist hann verulega um öryggi sitt.

Ferðamaðurinn greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit. Einnig birti hann myndir sem sína olíubrák á bílnum.

„Einhver hellti olíu yfir bílaleigubílinn minn þegar ég heimsótti Ísland í fyrra,“ segir hann. „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi.“

Ekki sá eini

Hinn skuggalegi verknaður var framkvæmdur um miðja nótt og olli ferðamanninum óöryggi.

„Ég lagði bílnum mínum í Reykjavík, yfir nótt nálægt hótelinu mínu og kom að honum svona næsta morgun,“ segir ferðamaðurinn. Hann segist hafa farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. „Ég fyllti út skýrslu og var þá sagt að einhver gengi um og væri að hella olíu yfir bíla.“

Segist hann hafa farið með bílinn á bílahreinsistöð en olían fór ekki af. Skilaði hann þá bílnum til bílaleigunnar og tók af honum ljósmyndirnar. „Bílaleigan reyndi líka að hreinsa olíuna af en það gekk ekki,“ segir hann.

Hefur málið vakið nokkurn ugg. Það er að einhver skuli ganga um og hella eldfimum vökva yfir bíla af handahófi í Reykjavík.

„Ég fékk áhyggjufullt augnaráð frá heimamönnum þegar þetta gerðist,“ segir ferðamaðurinn.

Útlendingum og unglingum kennt um

„Skrýtið, ég hef aldrei heyrt um eitthvað eins og þetta á Íslandi áður,“ segir Íslendingur í athugasemdum við færsluna.

Öðrum kemur þetta ekki á óvart.

„Skíthælar eru til alls staðar,“ segir einn. „Ísland er ekki eins og það var áður. HÍF,“ segir annar.

Einn segir að það geti ekki hafa verið Íslendingur sem gerði svona. En var honum svarað á þá leið að, í ljósi frétta frá Kópavogi, sé líklegra að Íslendingar kúki á bíla. „Auðvitað gerum við heimskulega hluti, eins og að kúka á bíla,“ segir hann.

Sjá einnig:

Aftur skitið á bíl Ragnars – „Jólasveinn kom til mín í gær“

Enn annar virðist kenna ungmennunum um þetta. „Unglingarnir maður, þeir eru eins alls staðar,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“