fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 22:00

Eduardo leiddur út í járnum. Mynd/Lögreglan í Deltona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drengur á táningsaldri er í haldi lögreglunnar í Flórída, grunaður um að hafa eitrað fyrir fósturmóður sinni. Talið er að hann hafi sett klór út í mjólkina hennar.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Lögreglan í bænum Deltona fékk tilkynningu frá eldri konu í hádeginu á laugardag, 19. apríl, sem sagði að sonur hennar hefði reynt að eitra fyrir henni með klóri. Konan, sem er 77 ára gömul fósturmóðir drengs á unglingsaldri, sagði að hún hefði fundið einkennilega lykt úr mjólkurfernunni sinni.

Kom lögregla á staðinn og handtók drenginn, hinn 17 ára Eduardo Espinal-Ramgewan. Var hann í kjölfarið ákærður fyrir morðtilraun, eitrun og alvarlega misnotkun á eldri borgara.

„Já, mjólkin. Hann setti Clorox í mjólkina. Ég gat ekki drukkið mjólkina,“ sagði hin aldraða fósturmóðir við lögreglumennina sem komu á staðinn. Sagðist hún þegar hafa bragðað mjólkina eitruðu.

Eldri áverkar

Þegar lögreglan kom á heimilið var drengurinn að fela sig í einu herberginu ásamt hundinum sínum. Var hann færður í járn og farið með hann á lögreglustöðina.

Móðurinni var hins vegar keyrt á næsta sjúkrahús til að athuga með líðan hennar. Fyrir utan þessa meintu eitrun er grunur um að drengurinn hafi beitt hana ofbeldi áður miðað við áverkana sem á henni fundust.

„Konan var sú eina á heimilinu sem drekkur mjólk sem gefur til kynna að hún hafi verið skotmark eitrunarinnar,“ segir í ákæruskjali lögreglunnar. Konan fann mikla klórlykt af mjólkinni og lögregluþjónn sem kom á heimilið og skoðaði fernuna tók undir þá ályktun. „Mjólkin hafði mjög sterka og ákveðna lykt af klóri,“ sagði í skjalinu.

Að sögn hefur hinn ungi piltur játað að hafa sett klór í mjólkurfernuna. Hann hefði fundið efnið inni á þvottahúsi heimilisins, opnað fernuna og hellt klórinu ofan í. Sagðist hann ekki vita hversu mikið klór hann hafi hellt í fernuna en hann hafi ætlað að gera móður sína veika.

Lögreglan fann brúsa af Clorox í þvottaherberginu, á rykugum stað sem benti til þess að hann hefði verið færður nýlega.

Reiður út í móðurina

Aðspurður um hvers vegna hann gerði þetta sagði Eduardo að hann væri mjög reiður út í móður sína og að hann vildi ekki búa lengur á heimilinu. Móðirin taldi að drengurinn hefði eitrað fyrir henni vegna þess að þeim hefði lent saman nýlega.

Bróðir hans sagði lögreglunni að Eduardo hafi nýlega orðið mjög ofbeldisfullur. Hann hafi hótað móðurinni að hann myndi kýla hana og hálsbrjóta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“