fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hvergi meiri atvinnuþátttaka en á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 19:30

Hvergi á OECD svæðinu er atvinnuþátttakan meiri en á Íslandi. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuþátttaka á OECD svæðinu hefur hækkað á undanförnu ári. Hvergi er atvinnuþátttakan meiri en á Íslandi.

Í tölum frá OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, kemur fram að atvinnuþátttaka á Íslandi sé sú mesta af öllum 38 aðildarríkjunum. Það er 85,6 prósent.

Þátttakan á Íslandi hækkaði næst mest á síðasta ári, það er um 1,6 prósent. Aukningin var einungis meiri í Kosta Ríka, það er 2,4 prósent.

Fyrir utan Ísland er atvinnuþátttakan mest í Hollandi, 82,3 prósent, og í Sviss, 80,4 prósent. Þessi þrjú lönd eru þau einu sem hafa meiri en 80 prósenta þátttöku.

Atvinnuþátttakan á öllu OECD svæðinu er 70,2 prósent. Lægst er hún í Tyrklandi, aðeins 55,2 prósent. Tölurnar eru einnig lágar í Mexíkó og Ítalíu. Atvinnuleysi á OECD svæðinu mælist 4,8 prósent og hefur verið nokkuð stöðugt í þrjú ár.

Atvinnuþátttaka stendur í stað í Bandaríkjunum og Þýskalandi en lækkun um rúmlega 1 prósent mælist í Nýja Sjálandi, Finnlandi og Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri