fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 15:30

Frá Akranesi. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að óska eftir allt að einum milljarði króna í skammtímalán frá Arion-banka.

Þetta var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær en hafði áður verið samþykkt í bæjarráði. Samkvæmt fundargerð verður lokagjalddagi 31. desember næstkomandi.

Í fundargerðinni segir að ástæðan fyrir þessari lántöku sé tekjufall í þeim gatnagerðartekjum sem vænst var á síðari hluta ársins 2024 og á sama tíma hafi verið í gangi viðamiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir hjá sveitarfélaginu og verði áframhaldandi nú fram eftir vorinu.

Ekki koma fram skýringar á tekjufallinu af gatnagerðartekjunum í fundargerð bæjarstjórnar. Í umræðum á fundinum um þennan dagskrárlið kom fram að um síðustu mánaðamót hefði bærinn dregið á 550 milljóna króna yfirdráttarheimild sem hann hafi verið með undanfarin ár án þess að nýta hana að fullu. Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins minnti bæjarfulltrúa sömuleiðis á að um síðustu mánaðamót hefði yfirdráttarheimildin enn fremur verið hækkuð.

Skammtímafjármögnunin sem samþykkt var nú kemur því væntanlega til viðbótar við yfirdráttarheimildina sem verið hefur til staðar undanfarin ár. Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins sagði þessa lántöku sýna fram á að staða fjármála bæjarins væri alvarleg.

Vaxandi skuldir

Á bæjarstjórnarfundinum var einnig farið yfir ársreikning síðasta árs og hann samþykktur. Ljóst er að skuldir bæjarins fóru nokkuð vaxandi á síðasta ári. Hlutfall skulda A-hluta, sem er bæjarsjóður auk eignasjóðs, byggðasafns bæjarins og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, af rekstrartekjum var 121 prósent á síðasta ári en 95 prósent árið 2023.

Þegar horft er til skuldaviðmiðs A-hlutans fór staðan einnig versnandi en við útreikning á því er samkvæmt reglugerð heimilt að draga frá leiguskuldbindingar frá ríkissjóði, lífeyrisskuldbindingar og veltufé, sé það jákvætt, áður en hlutfall skulda af tekjum er reiknað. Þetta skuldaviðmið A-hlutans var 53 prósent árið 2023 en var 71 prósent í lok árs 2024. Flestar helstu tölur í ársreikningi A-hlutans sýna versnandi stöðu. Framlegð fyrir skatta og fjármagnsliði lækkaði sem og veltufé frá rekstri og vegna vaxandi skulda lækkaði eiginfjárhlutfall.

Rekstur Akraneskaupstaðar er því þyngri í vöfum en hann var 2023 og skuldir fara hækkandi. Akranes er þó alls ekki eina sveitarfélagið á landinu sem hefur þurft að glíma við þyngri rekstur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“