fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. apríl 2025 09:00

Pútín er sagður eygja nýtt land

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti í gær, flestum að óvörum, um vopnahlé í tilefni páska sem standa mun til miðnættis á annan í páskum. Þrátt fyrir að vera fullir tortryggni tilkynntu Úkraínumenn um að vopnahléið yrði virt en tíðindi morgunsins benda þó til þess að Rússar séu enn að gera árásir á víglínunni.

CNN birti í morgun umfjöllun um hver tilgangur Pútín gæti verið með vopnahléinu. Ályktun miðilsins er sú að tilgangurinn sé sá að gefa Donald Trump og Bandaríkjamönnum undir fótinn með meintan friðarvilja Rússa og ýta undir þann meinta áróður að það séu Úkraínumenn sem séu ekki tilbúnir að semja um frið.

Eins og fjallað hefur verið um virðist Trump á mörkum þess að vera að missa þolinmæðina varðandi þá yfirlýstu stefnu að hann ætlaði að ljúka stríðinu hratt og örugglega og því líklegt að vopnahlé Pútíns sé hugsað til þess að halda Bandaríkjaforseta við efnið um sinn.

Það er nefnilega meira en að segja það fyrir Úkraínumenn að leggja skyndilega niður vopn. Sumar herdeildir eru mögulega í miðjum bardögum og líklegt er að upplýsingaóreiða muni leiða af sér mistök sem Pútín, og reyndar Úkraínumenn sömu leiðis, mun nýta sér til þess að benda á hversu svikull mótaðilinn er.

Greinandi CNN er á því að meiri líkur séu á því að vopnahlé Pútíns sé skaðlegt varðandi möguleg stríðslok heldur en að um jákvætt skref sé að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“