fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nauðgun en meint brot átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 26. desember árið 2022, í herbergi á gistiheimili.

Ákærði er sagður hafa haft þrisvar samfarir við konu þar án hennar samþykkis en ákærði notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Af árásinni hlaut konan mar á hægra brjósti, hægri framhandlegg, innan- og aftanverðu hægra læri og framan á vinstra læri.

Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 22. apríl næskomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“