fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola mun um helgina bætast í hinn svokallaða 1000 leikja klúbb knattspjallstjórafélagsins (LMA) þegar hann nær stórum tímamótum á ferlinum.

Guardiola stýrir Manchester City gegn erkifjendum Liverpool á Etihad á sunnudag, en sá leikur verður sá 1000. sem Spánverjinn stýrir á ferlinum sem spannar 18 ár og fjögur félög.

Guardiola hefur verið talinn áhrifamesti þjálfari sinnar kynslóðar og hefur unnið 37 stóra titla og stýrt Barcelona B, Barcelona, Bayern München og Manchester City.

LMA mun heiðra tímamótin með því að festa nafn 54 ára þjálfarans í heiðurshöll samtakanna. Ian Holloway, knattspyrnustjóri Swindon Town, var síðasti þjálfarinn sem fékk inngöngu á síðasta tímabili.

Guardiola verður einungis 39. þjálfarinn eftir seinni heimsstyrjöld til að hljóta þessa viðurkenningu og fer þar í hóp með goðsögnum eins og Brian Clough, Sir Alex Ferguson og Sir Matt Busby.

Eftirminnilegt var þegar Jürgen Klopp, José Mourinho, Mick McCarthy, David Moyes og Holloway sátu allir við sama borð í London síðasta maí, þegar þeir voru formlega innsettir í 1000 leikja klúbbinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Í gær

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“