fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Sport

City borgar 5,6 milljarða til umboðsmanna Haaland

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 10:00

Erling Braut Haaland. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City gekk í vikunni frá kaupum á Erling Haaland. Haaland hefur á tveimur og hálfu ári orðið einn besti knattspyrnumaður í heimi en framherjinn frá Noregi er 21 árs gamall.

Alf-Inge, faðir hans lék meðal annars með Manchester City á ferli sínum en sonurinn fetar nú í fótsport hans.

Real Madrid hafði einnig lagt áherslu á að fá Haaland en nú er allt frágengið og framherjinn fer til Manchester City.

Kaupverðið á Haaland er ekki hátt miðað við gæði hans og markaðinn í dag en City borgar 51 milljón punda til Dortmund.

Félagið borgar svo tæpar 35 milljónir punda til umboðsmanna og þeirra sem starfa með Haaland, þar á meðal faðir hans.

Um er að ræða 5,6 milljarða í umboðslaun en umboðsmaður hans Mino Raiola lést á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar