fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Miskunnarlaus og Scholes líkir honum við goðsögn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fjör í Meistaradeild Evrópu í gær þegar önnur umferð í riðlakeppni kláraðist. Í H-riðli vann Manchester United 5-0 sigur gegn þýska liðinu RB Leipzig, leikið var á Old Trafford í Manchester.

Mason Greenwood kom heimamönnum yfir á 21. mínútu, staðan í hálfleik var 1-0. United gekk á lagið í seinni hálfleik. Rashford skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili á 76. og 78. mínútu. Það var síðan Anthony Martial sem kom United í stöðuna 4-0 með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Marcus Rashford fullkomnaði síðan þrennu sína með marki á 90. mínútu og innsiglaði 5-0 sigur United. Liðið er með fullt hús stiga í 1. sæti riðilsins eftir tvær umferðir. RB Leipzig er í 3. sæti með 3 stig.

„Þú gerir ráð fyrir þessu frá Rashford, ég elskaði að sjá hann miskunnarlausan. Þú sást að í hvert skipti sem hann komst í gegn þá gaf hann markverðinum ekkert tækifæri,“ sagði Paul Scholes sérfræðingur BT Sport og fyrrum miðjumaður Manchester United um málið.

„Hvernig hann klárar færin hefur stundum verið gagnrýnt, ef þetta heldur svona áfram þá á hann að skora um 25 mörk á tímabilinu.“

Scholes líkti frammistöðu Rashford við gamlan liðsfélaga sinn, Ruud van Nistelrooy sem var frábær í að klára færin. „Þetta var eins og Nistelrooy í síðasta markinu, þú sérð þegar hann komast í gegn og þú veist að hann neglir boltanum í hornið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð