Jose Mourinho er tekinn við taumunum hjá liði Tottenham en hann var ráðinn til starfa í vikunni.
Hann stýrði Tottenham í fyrsta sinn í gær er liðið vann 3-2 útisigur á West Ham.
Mourinho er risastórt nafn í knattspyrnuheiminum en hann hefur unnið alls staðar þar sem hann starfar.
Stuðningsmenn West Ham ákváðu að gera marga reiða í gær og báðu Mourinho um að árita Tottenham treyjur sem þeir voru með.
Af einhverjum ástæðum mættu þessir aðdáendur með treyjur mótherjana til leiks sem er einnig stórfurðulegt.
A West Ham fan holding a Spurs shirt to be signed by Jose Mourinho
Football has gone mad 😩😩😩😩 pic.twitter.com/rdrzVX3Wcf
— Brady Newstead (@bradynewstead) 23 November 2019