Íslenski varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson leitar sér að nýju liði en hann hefur undanfarið verið á láni hjá Krasnodar í Rússlandi. Þar hafa Ragnar og allir aðrir leikmenn liðsins ekki fengið laun sín greidd síðustu mánuði. Ragnar er samningsbundinn Fulham en þangað fer hann líklega ekki. Ragnar leitar sér því að nýju liði svo hann komist í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Ragnar hefur verið orðaður við FC Kaupmannahöfn í Danmörku auk liða víða um Evrópu. Ljóst má vera miðað við frammistöðu Ragnars með íslenska landsliðinu að slegist verður um starfskrafta hans.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson