fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433

Helgi Kolviðs: Spennandi verkefni

Auður Ösp
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mjög óhugnanlegt og þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ segir Kristín Hafsteinsdóttir en dóttir hennar var hætt komin eftir að hafa setið í bíl í tæpa mínútu á meðan útblástursefni frá púströrinu safnaðist upp í farþegarýminu. Ástæðan var sú að snjór hafði safnast upp fyrir framan púströrið og hindrað útblástur. Kristín segir mikla mildi að ekki fór verr og vonast til að frásögnin verði öðrum víti til varnaðar.

Í samtali við blaðamann segir Kristín að atvikið hafi átt sér síðdegis á sunnudag en Elías, maður hennar, hugðist þá sækja hana í vinnu ásamt börnum þeirra tveimur.

„Bílinn var auðvitað á kafi í snjó eins og allir aðrir bílar. Maðurinn minn setti dóttur okkar í barnabílstólinn og startaði síðan bílnum og fór að moka burt snjónum. Hann var alveg handviss um að hann hefði mokað burt öllum sjó frá púströrinu.“

Svo virðist hins vegar sem nægilega mikill snjór hafi náð að safnast upp fyrir framan púströrið á ný. Kristín gerir ráð fyrir að dóttir hennar hafi dvalið í tæpa mínútu í bílnum.

„Lovísa fer að gráta svo maðurinn minn drífur sig að moka og lítur svo á Lovísu. Hún er grafkyrr í bílstólnum og með lokuð augun svo hann heldur að hún sé sofnuð. Þegar hann opnar bíldyrnar til þess að hleypa stráknum inn í bílinn kemur á móti honum útblásturslykt. Þá var snjórinn búinn að loka fyrir útblásturinn á pústinu svo allt fór inn í bílinn. Hann drífur sig að Lovísu þar sem hún er orðin grá og föl í framan. Rífur hana úr bílstólnum og blæs framan í hana þar til hún rankar við sér.“

Kristín segir að dóttir hennar hafi verið fljót að koma til en hvetur fólk til að hafa varann á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar