

Fimmtíu og tveggja ára karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskattgreiðslum á árunum 2005 til 2011. Vangoldnar skattgreiðslur námu 13,7 milljónum króna.
Maðurinn, sem starfar við sjávarútveg, játaði brot sín skýlaust en hann hefur ekki komist í kast við lögin áður. Hann skal greiða 27,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna eða sæta ella fangelsisvist í 270 daga.