fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

433
Föstudaginn 2. janúar 2026 13:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson efast um þá nálgun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að reyna að nota fleiri leikmenn en gert var á tíma gullkynslóðar landsliðsins.

Arnar sagði við Bítið á Bylgunni fyrir áramót að hann reyndi markvisst að nota fleiri leikmenn til að gera liðið sjálfbærara til lengri tíma. Hann benti á að hann hafi notað 28 leikmenn í undankeppni HM.

Meira
Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

„Við erum minnugir þess sem gullaldarliðið gerði, 2016-18 var kannski 14-15 manna kjarni, þannig að við erum að stækka hópinn verulega,“ sagði Arnar.

„Ég held að það sé bara nauðsynlegt. Ég er búinn að horfa mikið á gullaldarliðið síðustu vikur, sem hefur verið hrikalega gaman. Allir þessir leikir á EM og HM, gaman að sjá hvernig við vorum að spila og reyna að læra eitthvað af því sem við gerðum vel.

En það sem sló mig, eftir að hafa horft á þessa leiki, var að þessi tími var mjög stuttur. Hann var bara í nokkur ár, sem þýddi það að við vorum ekki nægilega tilbúnir þegar gullkynslóðin hvarf af vettvangi. Næsta áskorun fyrir okkur er að gera liðið meira sjálfbært.“

Sem fyrr segir furðar Kristján sig nokkuð á þessu. „Mér er bara nákvæmlega sama hvað við notum marga leikmenn ef við drullumst til að fara á stórmót,“ segir hann í Þungavigtinni.

Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Þá var gullaldarliðið nálægt því að fara á HM 2014 og EM 2020.

„Við vorum uppbótartíma á móti Ungverjum frá því að fara á þriðja stórmótið með þessa gullkynslóð. Mér finnst þetta svolítið skrýtin ummæli. 28 leikmenn notaðir, er það kannski ástæðan fyrir því að við vorum ekki í umspili?“ segir Kristján enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“
433Sport
Í gær

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester