

Fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Mamadou Sakho, hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna, 35 ára að aldri. Hann hafði verið án félags í sex mánuði.
Sakho átti farsælan feril og lék yfir 200 leiki fyrir uppeldisfélag sitt Paris Saint-Germain áður en hann gekk til liðs við Liverpool og síðar Crystal Palace. Hann var þekktur fyrir kraftmikinn og harðsnúinn varnarleik og var einnig landsliðsmaður Frakklands.
Hann tilkynnti ákvörðun sína á mánudagskvöldið á Parc des Princes, rétt fyrir Parísarslaginn. Sakho lék með Paris FC í æsku áður en hann gekk til liðs við PSG aðeins 12 ára gamall.
Með tár í augum ávarpaði hann áhorfendur fyrir leik. „Það er ótrúleg tilfinning að vera kominn aftur heim á þennan völl fyrir framan svona frábæran áhorfendahóp. Völlurinn er jafn fallegur og áður og minningarnar eru óteljandi.“
Hann þakkaði fjölskyldu sinni sérstaklega, ekki síst móður sinni. „Án hennar hefði þetta aldrei verið mögulegt,“ sagði Sakho og fékk hlýjar viðtökur áhorfenda við tilfinningaþrungna kveðju.