KSÍ býst við um 6 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli gegn Aserbaísjan annað kvöld. Þessar upplýsingar bárust frá sambandinu í dag.
Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni HM annað kvöld. Liðið mætir svo Frakklandi ytra í leik númer tvö, öllu erfiðara verkefni og því afar mikilvægt að klára heimaleik morgundagsins.
Um fyrsta leik karlaliðsins á nýju hybrid-grasi verður að ræða. Veðurspáin er þá góð og má því búast við góðum leik.
Hefjast leikar klukkan 18:45 annað kvöld.