Manchester United er að íhuga það að skipta við ítalska félagið Juventus á leikmönnum fyrir næsta tímabil.
Þetta kemur fram í Corriere dello Sport en Juventus hefur mikinn áhuga á vængmanninum Jadon Sancho.
Sancho á ekki framtíð fyrir sér hjá United og var liðinu boðið að fá Douglas Luiz í skiptum fyrir Englendinginn.
Luiz þekkir vel til Englands eftir dvöl hjá Aston Villa og er United að sýna því tilboði áhuga.
Luiz er sjálfur opinn fyrir því að snúa aftur til Englands en hvort Sancho vilji fara til Ítalíu er ekki víst.