Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það er mikil barátta og hiti í leik Sviss og Íslands, sem nú stendur yfir í 2. umferð riðlakeppni EM. Markalust er í hálfleik.
Ísland skoraði næstum snemma leiks þegar Ingibjörg Sigurðardóttir skaut í slána en Sviss kom boltanum svo í netið, en var markið dæmt eftir skoðun í VAR. Brotið var á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í aðdragandanum.
Stuðningsmenn Sviss voru vægast sagt ósáttir við þetta, þó dómurinn hafi sennilega verið réttur. Skömmu síðar bauluðu þeir svo og létu í sér heyra á ný þegar Guðný Árnadóttir lagðis meidd í grasið. Hún þurfti að fara út af.
Pirringurinn varð enn meiri þegar Sveindís Jane Jónsdóttir tók sér góðan tíma í að taka innkast. Var baulað vel á hana.
Seinni hálfeikurinn er framundan, en hér að neðan er myndband af pirruðum Svisslendingum, sem eru hátt í 30 þúsund á vellinum.