Jamal Musiala, leikmaður Bayern Munchen, verður frá í marga mánuði eftir að hafa meiðst gegn Paris Saint-Germain í gær.
Musiala fótbrotnaði á HM félagsliða er hans menn töpuðu 2-0 gegn PSG og eru úr leik í keppninni.
Musiala reyndi að ná til boltans í baráttu við markvörð PSG, Gianluigi Donnarumma, og brotnaði í kjölfarið.
Myndband af brotinu hefur verið birt á samskiptamiðla og er varað við því að það er ekki fyrir viðkvæma.
Talið er að Musiala verði frá allavega næstu fimm mánuðina.
Come back stronger king Musiala
— C/R Football (Fan) (@CRfootballxtra) July 5, 2025