Eins og margir vita þá er EM kvenna farið af stað en opnunarleikurinn var á milli Íslands og Finnlands.
EM karla var haldið í fyrra þar sem Spánverjar reyndust bestir og tryggðu sér átta milljónir evra fyrir það eina að vinna úrslitaleikinn.
Munurinn á karla og kvennafótbolta er gífurlegur en sigurliðið á EM kvenna fær 1,75 milljón evra í vasann í samanburði við átta hjá körlunum.
Ísland er nú þegar búið að tryggja sér 1,8 milljón evra eða 257 milljónir króna fyrir það að komast í riðlakeppni mótsins.
Það er mikill peningur í húfi á öðrum stöðum en Ísland mun fá 50 þúsund evrur fyrir jafntefli í riðlakeppninni og þá 100 þúsund evrur fyrir sigurleik.
Heilt yfir gátu stelpurnar okkar tryggt sér 5,1 milljón evra en hefðu þurft að komast alla leið og vinna alla sína leiki.
Því miður tapaði Ísland opnunarleiknum á dögunum en Finnland hafði þar betur 1-0.