Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn mikilvæga við Sviss í 2. umferð riðlakeppni EM hefur verið opinberað.
Það sem ber hæst er að Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði virðist búin að ná sér af veikindum sínum og er með.
Dagný Brynjarsdóttir kemur þá inn á miðjuna fyrir Hildi Antonsdóttur sem er í banni. Agla María Albertsdóttir kemur þá á hægri kantinn fyrir Hlín Eiríksdóttur.
Ísland verður helst að vinna leikinn eftir tap gegn Finnum í 1. umferð. Það sama má segja um Sviss, sem tapaði gegn Noregi.
Byrjunarlið Íslands
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðrún Arnardóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Sandra María Jessen
Sveindís Jane Jónsdóttir